Erlent

Rauða nornin látin laus

Óli Tynes skrifar
Rebekha Brooks.
Rebekha Brooks.
Rebekha Brooks sem breskir fjölmiðlar eru farnir að kalla Rauðu nornina hefur verið látin laus gegn tryggingu. Hún var handtekin í gær vegna gruns um að hafa átt aðild að símhlerunum og tölvuhakki. Hún er fyrrverandi ritstjóri News of The World en sagði af sér sem forstjóri fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch í síðustu viku.

 

Hún neitar því alfarið að hafa gert eitthvað ólöglegt og mun verja sig fyrir þingnefnd breska þingsins á morgun. Brooks var haldið í tólf tíma og yfirheyrð, en látin laus að því loknu. Lögfræðingur segir tímasetningu handtökunnar fáránlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×