Erlent

Banna geislavirkt nautakjöt í Fukushima

Japönsk stjórnvöld ætla sér að banna allan útflutning á nautakjöti frá Fukushima héraðinu. Ástæðan er sú að geislavirkni hefur mælst í kjötinu.

Aðstoðarheilbrigðisráðherra Japans segir að nautkjöt í héruðum sem liggja að Fukushima gæti einnig verið geislavirkt.

Rannsókn í Fukushima leiddi í ljós að 136 kýr hefðu étið geislavirkt fóður. Fóðrið var unnið úr hrati frá hrísgrjónaökrum eftir slysið í kjarnorkuverinu í Fukushima.

Samkvæmt upplýsingum frá stórmarkaðakeðjunni Aeon hafa hundruðir kílóa af þessu kjöti verið seld í 14 af verslunum keðjunnar í Tókíó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×