Innlent

Foreldrar fórnarlambs njóta verndar vegna vélhjólagengis

Black Pistons.
Black Pistons.
Foringi vélhjólaklúbbsins MC Black Pistons er einn þeirra sem er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa misþyrmt karlmanni hrottalega á þriðjudaginn. Samkvæmt fréttum RÚV í kvöld þá nýtur fjölskylda fórnarlambsins verndar eftir að tveir meðlimir gengisins eiga að hafa reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins.

Mennirnir eu grunaðir um að hafa misþyrmt manninum í yfir 15 klukkustundir, frá þriðjudagskvöldi fram á miðvikudag. Mennirnir voru svo handteknir á miðvikudaginn á gistiheimili í Hafnarfirði.

Mennirnir hafa margsinnis komist í kast við lögin. Forsprakki vélhjólaklúbbsins var til að mynda dæmdur árið 2009 fyrir íkveikju. Þá slapp maður á miðjum aldri naumlega út úr brennandi húsinu sem vélhjólaforinginn kveikti í ásamt félögum sínum.

Við aðgerðina í fyrradag naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til 20. maí næstkomandi og hafa Þeir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Lögregla skilgreinir Black Piston sem skipulagðan brotahóps sem stefni að fullgildingu í fjölþjóðlega Outlaws genginu.

Málið er ekki talið tengjast átökum á milli vélhjólagengja.


Tengdar fréttir

Innbyrðis deilur í Black Pistons

Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir eftir frelsissviptingu og ítrekaðar líkamsárásir á karlmann á þrítugsaldri. Allir mennirnir tengjast Black Pistons afbrotagenginu samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftir að hafa verið haldið nauðugum í rúmlega hálfan sólarhring, komst þolandinn út úr bíl árásarmannanna, þegar þeir voru að flytja hann milli staða í fyrradag, og bjargaði sér á hlaupum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×