Innlent

Dæmdur til að greiða lögmanni sínum laun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Kristján Sveinbjörnsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Álftanesi, hefur verið dæmdur til að greiða Jóni Egilssyni lögmanni 1700 þúsund krónur með dráttarvöxtum vegna lögfræðiaðstoðar sem lögmannnstofa Jóns veitti Kristjáni.

Reikningurinn var vegna útlagðrar vinnu og vegna málskostnaðar rengdri vinnu Auðar Bjargar Jónsdóttur, fulltrúa á lögmannsstofu Jóns, fyrir Kristján vegna varna í meiðyrðamáli sem höfðað hafði verið gegn Kristjáni.

Kristján byggði málsvörn sína að því að umsamin vinna hafi ekki verið innt af hendi og enginn lögformlegur reikningur hafi verið gefinn út af hálfu Jóns sem hægt sé að innheimta fyrir dómstólum. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á rökin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×