Sauðfjárbændur græða á ESB-aðild 13. maí 2011 03:30 Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar. Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira
Líkur eru á að afkoma sauðfjárbænda myndi batna til muna kæmi til Evrópusambandsaðildar Íslands. Þetta kemur fram í bakgrunnsskýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann sumarið 2009 fyrir nefnd stjórnvalda og hagsmunaaðila. Í skýrslunni var leitast við að leggja mat á stöðu íslenskra búa innan ESB miðað við þá lausn sem Finnland samdi um við aðild að sambandinu. Í skýrslunni kemur fram að við aðild og gefnar forsendur yrði líkast til engin breyting á verði dilka- eða nautakjöts til neytenda, en líklegt væri að mjólk myndi lækka í verði um 56 prósent, svínakjöt um 35 prósent, egg um 59 prósent og kjúklingur um 73 prósent. Við aðild myndu nær allar hömlur á út- og innflutningi landbúnaðarafurða falla niður hvað ríki ESB varðaði. Verðfall kjúklingakjöts myndi því eflaust valda samdrætti í neyslu kindakjöts hér á landi. „Ekki er hins vegar ástæða til að ætla að samdráttur leiði til lækkunar á verði kindakjöts, enda eru útflutningsmöguleikar íslenskra sauðfjárbænda umtalsverðir til lengri tíma litið eins og þróun undangenginna ára hefur sýnt,“ segir í skýrslunni. „Samdráttur í sölu innanlands myndi því að öllum líkindum leiða til aukins útflutnings en ekki verðlækkana.“ Í bakgrunnsskýrslunni kemur einnig fram að breyting á styrkjaumhverfi sem yrði við aðild Íslands að ESB í „finnsku samningsumhverfi landbúnaðarmála“ myndi engu breyta um afkomu sauðfjárbænda. „Norðurslóðastuðningur kæmi þar til viðbótar og myndi gera afkomu þeirra umtalsvert betri en nú er,“ segir þar.
Fréttir Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Sjá meira