Innlent

Innbyrðis deilur í Black Pistons

Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir eftir frelsissviptingu og ítrekaðar líkamsárásir á karlmann á þrítugsaldri. Allir mennirnir tengjast Black Pistons afbrotagenginu samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftir að hafa verið haldið nauðugum í rúmlega hálfan sólarhring, komst þolandinn út úr bíl árásarmannanna, þegar þeir voru að flytja hann milli staða í fyrradag, og bjargaði sér á hlaupum.

Árásarmennirnir voru handteknir í Hafnarfirði skömmu síðar. Þolandinn var með áverka víða á líkamanum og er meðal annars nefbrotinn, samkvæmt áverkavottorði, sem lögregla aflaði eftir að maðurinn kærði hina tvo. Lögreglan telur að barsmíðarnar hafi farið fram á jafnvel fleiri en einum stað. Á dvalarstað árásarmannanna var lagt hald á bæði fíkniefni og ýmis barefli.

Við aðgerðina í fyrradag naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til 20. maí næstkomandi og hafa Þeir kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Lögregla skilgreinir Black Piston sem skipulagðan brotahóps sem stefni að fullgildingu í fjölþjóðlega Outlaws genginu.


Tengdar fréttir

Haldið nauðugum í meira en hálfan sólarhring

Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að þeir voru handteknir í Hafnarfirði á miðvikudag vegna líkamsárásar á karlmann á þrítugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×