Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann og konu á bráðamóttöku Landspítalans eftir harðan árekstur á þjóðveginum við Skriðuland, nærri Búðardal, á fimmta tímanum í gær.
Ástand fólksins var stöðugt í gærkvöldi og það ekki talið í bráðri lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Slysið virðist hafa orðið með þeim hætti að fólksbíl með hjólhýsi í eftirdragi hafi verið ekið í veg fyrir jeppa sem ók eftir þjóðveginum, samkvæmt upplýsingum frá vegfarendum sem komu á vettvang eftir slysið. Erfiðlega gekk að klippa karlmann sem slasaðist út úr bílnum, sem er gerónýtur eftir áreksturinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi tafðist umferð mikið í nokkra klukkutíma vegna slyssins.- bj
Fólkið er ekki talið í lífshættu

Fleiri fréttir
