Rannsaka vinnubrögð siðanefndar HÍ í máli Vantrúar 13. maí 2011 05:15 Háskóli Íslands Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði.fréttablaðið/stefán Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira
Bjarni Randver Sigurvinsson Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræðikennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin samskipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stigum þess verið afskaplega viðkvæmt innan skólans og valdið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kennara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefndarinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siðanefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu námskeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Vantrú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígismönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast sakamannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harðarsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjölfarið átt nokkur samskipti við formann Vantrúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trúnaðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólanum. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í greinargerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skipaður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kringum málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir Sjá meira