„Vesæla land“ Sverrir Hermannsson skrifar 12. október 2011 06:00 Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Fréttablaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi einungis vinna eftir bestu sannfæringu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkisráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og tilboð bárust. Þar á meðal frá eðalbornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, Jón lögmaður Sveinsson. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áðurnefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír –milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvitað ekkert um raunvirði fyrirtækisins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmikið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Halldórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð fengist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 milljarðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaupunum. Svo enn sé vitnað í þingmanninn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verður ekki horft að þegar stjórnmálasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðarmikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóðinni einkar gæfuríkt og vandfundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land!
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun