Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku 12. október 2011 06:00 Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkunum sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því óréttlæti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkáralegt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður formann VR til jafnréttisráðs. Hann vildi ekki una því að vera mismunað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum ársins, og ég held að flestar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æskuMeð herferðinni hefur VR tekist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta viðhorf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur settust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vonaÉg skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Samkvæmt kjarasamningum eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launakönnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar