Innlent

Gunnar fær 300 þúsund krónur vegna meiðyrða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar I. Birgisson.
Gunnar I. Birgisson.
Þórarinn Hjörtur Ævarsson, íbúi í Kópavogi, hefur verið dæmdur til að greiða Gunnari I. Birgissyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi, 300 þúsund krónur í bætur vegna ummæla í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðíð þann 14. júní 2009. Yfirskrift greinarinnar var „Áskorun til Gunnars Birgissonar frá sjálfstæðismanni."

Gunnar taldi að ummæli í greininni hafi verið til þess fallin að sverta ímynd sína og valda honum verulegum mannorðshnekki. Hann krafðist því einnar milljónar króna í bætur og að tiltekin ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk.

Eftirfarandi ummæli voru dæmd dauð og ómerk:

„…nú eða kenna embættismönnum, sem n.b. hafa verið handvaldir af þér, um ástand mála."

„…ert orðinn holdgervingur spillingar og valdhroka."

Þórarinn, sem er íbúi á Kársnesi, sagði við Vísi rétt eftir að hann fékk stefnuna birta að upphaf deilna þeirra Gunnars hefði verið sá fyrrnefndi hafi farið fyrir mótmælum árið 2007 vegna fyrirhugaðrar stækkunar á hafnarsvæði og stækkunar byggðar á Kársnesi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×