Innlent

Fyrrverandi ráðherrum hótað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknarlögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu rannsaka nú hótunarbréf sem barst á ritstjórnarskrifstofur DV. Í bréfinu er fyrrverandi stjórnmálamönnum, sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa tjáð sig á jákvæðum nótum um Icesave samningana, hótað með þeim hætti að þeim er ráðlagt að fá sér lífverði.

Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn segir það ekki liggja fyrir hvort viðkomandi aðilar sem hótað er hafi fengið sjálfir bréf til sín. „Það liggur fyrir að það kom þarna inn um bréfalúguna hjá þeim eitt eintak af þessu og svo er bara verið að skoða málið," segir Friðrik Smári í samtali við Vísi.

Aðspurður segir Friðrik Smári bréfið ekki vera sérstaklega trúverðugt. „En við skoðum þetta af fullri alvöru engu að síður," segir Friðrik Smári.

Þessum mönnum var hótað í bréfinu:

Eiður Guðnason

Friðrik Sophusson

Ólafur G. Einarsson

Ragnhildur Helgadóttir

Halldór Blöndal

Rannveig Guðmundsdóttir

Ingvar Gíslason

Sighvatur Björgvinsson

Jón Baldvin Hannibalsson

Siv Friðleifsdóttir

Jón Sigurðsson

Sólveig Pétursdóttir

Jón Sigurðsson

Sturla Böðvarsson

Jónína Bjartmarz

Sverrir Hermannsson

Kjartan Jóhannsson

Valgerður Sverrisdóttir

Matthías Bjarnason

Þorsteinn Pálsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×