Harma að taflborðið hafi verið selt úr landi 4. apríl 2011 21:46 Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Skáksamband Íslands harmar að einstakir munir úr einvígi aldarinnar 1972 gangi kaupum og sölum og séu jafnvel seldir úr landi, segir í tilkynningu frá sambandinu. Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, seldi taflborðið á uppboði á dögunum fyrir tæpar 8 milljónir króna en hann fékk það að gjöf frá sambandinu í nóvember árið 1972. Í samtali við Stöð 2 sagði Guðmundur að hann hafi ákveðið að bjóða borðið upp vegna fjárhagsvandræða og vonaðist til að fá tvær til þrjár milljónir fyrir það. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir: „Að mati Skáksambandsins er hér um að ræða þjóðargersemar sem eiga að tilheyra íslensku þjóðinni og ættu að vera í varðveislu hjá til þess bærum aðila eins og t.d. Þjóðminjasafninu." Þá hvetur Skáksambandið þá aðila sem hafa undir höndum „verðmæta muni úr einvíginu að hafa samband við Skáksambandið og/eða Þjóðminjasafnið til að hægt sé að skrá og kortleggja hvar viðkomandi munir séu niður komnir." „Vegna fyrirspurna um einvígisborð það sem selt var á uppboði hjá Philipp Weiss um helgina, og notað var í þriðju skák einvígisins, er það bókað í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur G. Þórarinsson fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spassky,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58 Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Seldi skákborðið fyrir tæpar átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígisskák einvígis aldarinnar var selt á uppboði í dag hjá Philip Weiss samkvæmt skák.is. Borðið seldist á 67.500 dollara, eða á um 7.750.000 krónur. 3. apríl 2011 09:58
Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán "Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum,“ segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. 23. mars 2011 00:01