Útlit fyrir að 90 milljarðar tapist vegna gjaldþrots Milestone Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2011 18:30 Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Að óbreyttu mun aðeins eitt til þrjú prósent fást upp í kröfur í þrotabú Milestone, sem var í eigu Karls og Steingríms Wernerssona, að sögn skiptastjóra. Það þýðir að um níutíu milljarðar króna tapast vegna gjaldþrots félagsins. Heildarkröfur í þrotabú Milestone nema 95 milljörðum króna en félagið var lýst gjaldþrota hinn 18. september 2009. Samþykktar kröfur nema 77,6 milljörðum króna. Skilanefnd Glitnis er með stærstu kröfuna upp á fjörutíu og fjóra milljarða króna. Þá er Straumur með kröfu upp á sjö milljarða króna og og Íslandsbanki kemur þar á eftir með kröfu upp á tæpa sex milljarða króna samtals. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Milestone, sagði við fréttastofu í dag að óbreyttu fengust eitt til þrjú prósent upp í kröfurnar miðað við uppfærða stöðu, en það jafngildir því að rúmlega nítíu milljarðar króna tapist vegna gjaldþrots félagsins. Þessi staða gæti þó breyst ef þrotabúið vinnur riftunarmál sem höfðuð voru í byrjun þessa árs, en höfðuð voru tíu mál gegn fyrri eigendum og stjórnendum félagsins. Flest málanna snúa að bræðrunum Karli og Steingrími og Guðmundi Ólasyni, fyrrum forstjóra félagsins. Meðal þeirra sem höfðuð voru eru mál gegn bræðrunum vegna ítrekaðra lánveitinga Milestone til þeirra sem færð voru á viðskiptareikninga þeirra án vaxta. Í stefnunum færir skiptastjórinn rök fyrir því að Milestone hafi verið komið í veruleg greiðsluvandræði strax haustið 2007 jafnvel þótt stjórnendur og aðrir hafi talið Milestone sterkt alveg fram á síðustu mánuði ársins 2008. Síðari tíma athugun á staðreyndum hafi þó leitt í ljós að svo var alls ekki. Skiptastjórinn telur að frá miðju ári 2007 hafi Milestone nánast eingöngu verið rekið með lánum frá Glitni banka. Og fullyrða megi að Glitnir hafi verið eini bankinn í veröldinni sem hafi verið reiðubúinn að lána fyrirtækinu peninga, en það sjáist best á því að stærstan hluta ársins 2007 hafi félagið leitað að erlendu lánsfé án árangurs. Endurfjármögnun Milestone var á borði Askar Capital og héldu fulltrúar Askar fundi með tugum evrópskra banka á tímabilinu maí fram í september 2007 þar sem þeir óskuðu eftir tilboðum í lán fyrir Milestone, en ekki náðist að klára neina lánasamninga.Að sögn skiptastjórans hafa málin tíu öll verið þingfest en málflutningur hafi þó ekki farið fram. Beðið sé eftir greinargerðum í flestum þeirra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira