Innlent

Keypti eldspýtur og lím - listinn allur birtur á morgun

Erla Hlynsdóttir skrifar
Birna Þórðardóttir fékk aðstoð frá börnum og vinum sínum við að kynna framboð sitt til stjórnlagaþings
Birna Þórðardóttir fékk aðstoð frá börnum og vinum sínum við að kynna framboð sitt til stjórnlagaþings
Kostnaður Birnu Þórðardóttur vegna framboðs hennar til stjórnlagaþings var 11.564 krónur. Fyrir þessa upphæð keypti hún 500 eldspýtustokka, límstauta og límúða. „Vinna við álímingu og aðra framkvæmd var gefin. Gefendur: börn og vinir undirritaðrar," segir í skilagrein Birnu til Ríkisendurskoðunar.

Með skilagreininni lét hún fylgja síðasta eldspýtustokkinn af þeim sem keyptur var vegna framboðsins. Sem kunnugt er náði Birna ekki kjöri.

Ríkisendurskoðun ætlar á morgun, 5. apríl, að birta upplýsingar um þá sem hafa sent inn skilagreinar en kveðið var á um það í lögum um stjórnlagaþing að frambjóðendur skyldu skila inn uppgjöri.

Skilafresturinn rann út 28. febrúar

Lárus Ögmundsson, yfirlögfræðingur Ríkisendurskoðunar, sagði í samtali við Fréttatímann fyrir helgina að aðeins helmingur þeirra sem þegið hafa sæti í stjórnlagaráði hafi skilað upplýsingum um kostnað við framboð sitt. Þá sagði hann að alls hefðu aðeins 138 frambjóðenda skilað inn uppgjöri

Ríkisendurskoðun hefur sent út ítrekun til frambjóðenda vegna skilagreinanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×