Innlent

Kanadískar herþotur annast loftrýmisgæsluna

Þrjár herþotur frá kanadíska flughernum komu til Keflavíkurflugvallar í gærkvöldi til að annast hér loftrýmisgæslu næstu vikurnar. Ein til viðbótar og eldsneytisvél eru væntanlegar í dag.

Auk flugmannanna á vélunum eru komnir hingað um 150 Kanadamenn til að annast útgerðina og dvelur hópurinn í Ásbrú, á varnarsvæðinu fyrrverandi.

Vélarnar munu  meðal annars æfa aðflug að flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum. Landhelgisgæslan mun hafa umsjón með æfingunum þar sem búið er að leggja Varnarmálastofnun niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×