Lífið

Kardashian fer sér hægt

Kim Kardashian hefur verið að hitta körfuboltamanninn Kris Humphries undanfarið. Nordicphotos/Getty
Kim Kardashian hefur verið að hitta körfuboltamanninn Kris Humphries undanfarið. Nordicphotos/Getty
Kim Kardashian er farin að slá sér upp með körfuboltamanninum Kris Humphries en samkvæmt stjúpföður stúlkunnar er sambandið ekki alvarlegt.

„Hún fer á mörg stefnumót og vanalega hitti ég ekki strákana fyrr en sambandið er orðið alvarlegt. Hingað til hefur hún ekki kynnt Kris fyrir okkur fjölskyldunni," sagði Bruce Jenner, stjúpfaðir Kardashian. Hann segir stúlkuna ekki hafa mikinn tíma aflögu til að sinna sambandi sínu við Humphries og þess vegna sé það enn á byrjunarstigi.

„Ég hef ekki áhyggjur af þessu fyrr en hún kemur með strákana heim til okkar. Þá fer ég fyrst að hafa áhyggjur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.