Djokovic efstur á heimslistanum - tímabundið segir Nadal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2011 09:39 Djokovic vann sinn fyrsta Wimbledon-titil um helgina Nordic Photos/AFP Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær. Erlendar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Serbinn Novak Djokovic sem sigraði á Wimbledon-mótinu í tennis er kominn í efsta sæti heimslistans í fyrsta skipti. Hann segir sigurinn á Wimbledon besta dag ferilsins. Nadal segir Djokovic í fantaformi en að enginn geti spilað svo vel að eilífu. Spánverjinn Rafael Nadal hefur setið í efsta sæti listans í rúmt ár en tíma hans á toppnum er lokið í bili í það minnsta. Hér má sjá nýútgefinn heimslista í tennis. Djokovic hefur haft nokkuð gott tak á Nadal undanfarið en hann hafði sigrað Spánverjann í síðustu fjórum viðureignum þeirra. Djokovic sagði við fjölmiðla að það hefði gefið honum sálfræðilegt forskot í úrslitaleiknum í gær. „Ég pældi svolítið í því. Ég hugsaði til sigurleikjanna og reyndi að spila á sama hátt, vera ákveðinn, nýta færin og ekki gefa honum færi á því að stjórna leiknum," sagði Djokovic. Nadal sem sem hefur unnið Wimbledon tvívegis og átti titil að verja sagðist hafa verið yfirspilaður á mikilvægum augnablikum. „Það sem skiptir mestu máli í leikjum sem þessum er að spila vel á mikilvægum augnablikum. Það eru nokkur stig sem breyta leikjum og mér tókst ekki að vinna þau," sagði Nadal. Nadal segist þó ekki hafa trú á því að Djokovic nái að halda uppteknum hætti. Serbinn hefur verið óstöðvandi það sem af er ári og aðeins tapað einum leik. „Mín reynsla er sú að það sé ekki hægt að halda svona miklum gæðum í leik þínum til lengdar. Jafnvel þegar ég vann þrjú risamót á síðasta ári vissi ég að þetta myndi taka enda. Spilamennska eins og Novak sýndi í dag varir ekki að eiífu. Ég held áfram að berjast og býð færis. Svoleiðis er íþróttin. Síðustu fimm skipti gengu ekki vel hjá mér. En ég held áfram að bíða og reyni að vinna næsta leik okkar. Takist það ekki, reyni ég að vinna þann sjöunda. Og þann áttunda. Svoleiðis verður þetta. Svona er þessi íþrótt," sagði Spánverjinn við blaðamenn að leik loknum í gær.
Erlendar Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira