Bráðnauðsynlegar breytingar á náttúruverndarlögum Snorri Baldursson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á náttúruverndarlögum hafa valdið uppnámi meðal talsmanna skógræktar. Þeir hafa skorað á skógræktarfólk að mótmæla meintri aðför að ræktunarfrelsi og telja að boðaðar breytingar á lögunum, nái þær fram að ganga, muni íþyngja framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu og skaða það til frambúðar. Þótt ég sé efins um að þetta sé rétt mat hjá talsmönnunum þá vildi ég óska að svo væri. Það er ekki vegna þess að ég sé á móti trjá- og skógrækt heldur vegna þess að skógræktarstarf Íslendinga er löngu gengið út í öfgar. Kappið er svo mikið og forsjárlítið að stefnir í umhverfisslys af sambærilegri stærðargráðu og jarðvegseyðingin var áður fyrr. Í skógræktinni ægir saman ósamstæðum markmiðum, tegundum og aðferðum í einum allsherjar hrærigraut sem kallaður er „blandskógur" og á sér enga fyrirmynd í gervöllu ræktunarstarfi jarðarbúa. Í blandskógum landsins vaxa saman íslensk ilmbjörk, sitkagreni, ösp og stafafura frá Alaska, síberískt lerki, blágreni frá norðvesturhluta Bandaríkjanna, bergfura frá Pýreneafjöllunum og rauðgreni frá Noregi svo eitthvað sé nefnt. Þótt birki sé upphaflega drjúgur hluti af þessu hanastéli skógræktarinnar lætur það í minni pokann eftir nokkra áratugi þegar hinar stórvöxnu tegundir vaxa því yfir höfuð. Eftir situr meira eða minna sígrænn skógur, mjög víða afkáralegur, tilgangslaus og utanveltu í íslenskum úthaga og landslagi. Hundruðum milljóna af ríkisfé er varið til að breyta ásýnd og náttúru landsins á þennan hátt. Á krepputímum fara yfir 700 milljónir af ríkisfé í þetta sérkennilega verkefni. Af hverju er ekki frekar reynt að liðka fyrir friðun lands svo að birkiskógurinn vaxi aftur, algerlega hjálparlaust, eins og hann er að gera hvar sem land fær að vera í friði fyrir búfé í nokkur ár? Á Skeiðarársandi er að vaxa upp fleiri hundruð hektara skógur af fræi sem fokið hefur úr Skaftafellsheiðinni. Sá skógur kostar okkur skattborgara ekki krónu, hann er náttúrulegur, fellur að landinu og er unun á að horfa. Svona getum við leyft birkiskóginum að endurnýja sjálfan sig um allt land. Þannig getum við sparað nokkur hundruð milljónir, endurheimt forn landgæði og stuðlað að náttúruvernd. Það er líka hægt að nota milljónirnar til að styrkja félög og landeigendur sem vilja koma upp birkilundum til að flýta þessari sjálfgræðslu, höggva niður barrtré í úthaga þar sem þau eru lýti í landslagi eða moka ofan í framræsluskurði sem víða eru til óþurftar. Þeir sem áhuga hafa á ræktun stórviða sér til skemmtunar eða nytja eftir hundrað til tvö hundruð ár geta gert það áfram fyrir eigin kostnað á afmörkuðum ræktarlöndum sem skipulögð eru til slíkra hluta. Ég er varla einn um að finnast það algerleg galin langtímafjárfesting hjá þjóð að umturna náttúru eigin lands fyrir mögulegan arð af timbursölu eftir hundrað ár. Hvaða leyfi höfum við til að umbylta náttúrunni sem þjóðinni var gefin í vöggugjöf og spjarar sig afar vel þegar ofbeit léttir loksins og loftslag hlýnar eftir kuldaskeið litlu ísaldar? Hvaða umboð hafa talsmenn skógræktar til að hvetja til uppreisnar gegn ofur eðlilegum leikreglum svo náttúran bíði ekki stórtjón af ræktunargleðinni? Væri ekki nær að hvetja skógræktarfólk til að vinna með umhverfisyfirvöldum og náttúrunni í því að endurheimta birkiskóginn forna og önnur gróðurlendi sem tapast hafa? Þá yrðum við samherjar, ég og talsmennirnir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun