Innlent

Ný kjörstjórn á næstu dögum

Ögmundur jónasson Innanríkisráðherra telur að eðlilegt væri að kjósa til stjórnlagaþings og um Icesave á sama tíma, ríki samstaða um málið. 
fréttablaðið/gva
Ögmundur jónasson Innanríkisráðherra telur að eðlilegt væri að kjósa til stjórnlagaþings og um Icesave á sama tíma, ríki samstaða um málið. fréttablaðið/gva
Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórnlagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum.

Ríkistjórnin fundaði í gærdag um Icesave-kosningarnar og stjórnlagaþingið.

Samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu verður að boða til kosninga innan tveggja mánaða frá því að forsetinn synjar lögum. Sá tími rennur út 16. apríl, miðað við síðustu ákvörðun forsetans um að vísa nýja Icesave-samningnum til þjóðarinnar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir það innanríkisráðuneytisins að taka endanlega ákvörðun. Hann segir að eðlilegt væri að samnýta kosningu um Iceasave og til stjórnlagaþings, náist um það samstaða. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×