Innlent

Nýtt mat er 50% lægra

Land sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi í Kapelluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness.

Um er að ræða sextán hektara land sem Skógrækt ríkisins átti en Hafnarfjarðarbær tók undir atvinnulóðir. Matsnefnd eignarnámsbóta taldi landið 600 milljóna króna virði. Við það mat undi Hafnarfjarðarbær ekki og fékk dómskvadda matsmenn að málinu.

Þeir segja að án skipulagsins, sem bærinn lét vinna fyrir landið, hefði það verið 340 milljóna króna virði.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×