Eins og geimvísindi á finnsku 27. febrúar 2011 06:30 Ásta og Haraldur "Fæstir vilja eiga á hættu að vera álitnir fordómafullir aðskilnaðarsinnar eða beinlínis vondir við fatlaða,“ segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir. Með henni á myndinni er Haraldur sonur hennar. fréttablaðið/GVA Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, er þeirrar skoðunar að börn með þroskahömlun eigi að fá að vera í sérskólum en ekki í almenna skólakerfinu. Ásta, sem á sjálf son með þroskahömlun, segir Friðriku Benónýsdóttur frá baráttu sinni við skólakerfið. Hvað hratt þessari baráttu af stað hjá þér? „Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskólann var breytt á þann veg að stór hópur fatlaðra barna fær ekki inngöngu. Það á við um börn sem eru með greindarvísitölu 50-70, sem kallast væg þroskahömlun. Ef þessi börn hafa ekki alvarlegar aukaraskanir eins og einhverfu, daufblindu, eða fjölfötlun eru þau ekki lengur gjaldgeng í Öskjuhlíðarskólann. Forsaga málsins er sú að 2007 er Öskjuhlíðarskóla lofað að hann fái milljarð króna að gjöf. Þá eru settir á stofn þrír starfshópar; starfshópur um sérskóla, sérdeildir og almenna skóla. Nota bene þá erum við að tala um 2007 og það á að sameina Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla og byggja einn alveg svakalega flottan sérskóla. Síðan átti að stofna fjórar öflugar sérdeildir við einhverja grunnskóla í Reykjavík þar sem börnin fengju samsvarandi þjónustu og í sérskólanum. Starfshóparnir skila síðan áliti þar sem gengið er út frá því að börn með væga þroskahömlun verði í sérdeildum grunnskólanna. Síðan hefur ýmislegt gerst, eins og við vitum, það hefur ekki verið byggður neinn sérskóli, milljarðurinn er gufaður upp, sérdeildirnar hafa verið slegnar út af borðinu og það eina sem eftir stendur er inntökuskilyrðin. 15. apríl 2010 sendir svo fræðslustjóri skólastjórnendum bréf um breytt inntökuskilyrði en þetta bréf er þannig orðað að það er engin leið að lesa úr því að verið sé að tilkynna afgerandi breytingar. Ég hringdi í nokkra skólastjóra og enginn þeirra kannaðist við að muna eftir þessu bréfi, þannig að það hefur ekki verið flokkað í neinn forgang hjá skólunum. Þessi breyting er reyndar löngu komin til framkvæmda, Öskjuhlíðarskólinn er búinn að vera að vísa börnum frá síðan 2008. Og mörg þessara þroskahömluðu barna sem neitað er um inngöngu líða beinlínis þjáningar í almennu skólunum." Meðvituð ákvörðunSonur Ástu, Haraldur, er greindur með væga þroskahömlun auk þess að vera heyrnarskertur og hann hefur stundað alla sína skólagöngu í Öskjuhlíðarskólanum. „Ég tók þá ákvörðun mjög meðvitað, eftir að hafa skoðað alla kosti sem í boði voru, að hann ætti heima í sérskóla. Það vilja reyndar allir, sérstaklega fagfólk, hjálpa manni að loka augunum fyrir því að barnið manns sé öðruvísi, en eftir að greiningin kom þegar hann var fimm ára horfðist ég í augu við það að hann er öðruvísi, og það er bara allt í lagi. Það er slík vitsmunadýrkun í þjóðfélaginu að það liggur við að það sé tabú að minnast á það að einhver sé þroskaheftur, nei úbs ég meina þroskahamlaður, eða þroskaskertur, er það ekki það nýjasta? Og það er engin lausn að berja höfðinu við steininn og horfa framhjá því að þessi börn eru ekki eins og fjöldinn. Loka bara augunum, henda þeim inn í almenna skólakerfið og segja: verið þið öll saman. Það upprætir ekki fordóma." Með góðu eða illuÁsta segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við baráttuna fyrir því að þroskahömluð börn fái að vera í sérskóla, en menntakerfið sé þó ekki á þeim buxunum að endurskoða þau mál. „Ef maður er hlynntur sérskólum fær maður stimpilinn aðskilnaðarsinni. Baráttunni fyrir skólum án aðgreiningar er líkt við baráttu minnihlutahópa fyrir mannréttindum eins og baráttu svartra í Bandaríkjunum, sem er bara fáránlegt. Fæstir vilja eiga á hættu að vera álitnir fordómafullir aðskilnaðarsinnar eða beinlínis vondir við fatlaða, svo að fólk er ekki áfjáð í að tjá skoðanir sínar þegar þær ríma ekki við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um skóla án aðgreiningar. En ég er að hugsa um það sem er barninu mínu og öðrum börnum með þroskahömlun fyrir bestu og það gerir mig svolítið stikkfrí í augum umhverfisins. Fagfólk hefur ekki mátt hafa nema eina skoðun, réttu skoðunina, í þessu máli og eina fólkið sem hefur mátt tjá sig er foreldrarnir. En þeim hafa ekki verið gefnir margir kostir. Blöndunarsjónarmiðinu er haldið mjög stíft að þeim þar sem það er lögbundinn réttur þroskahamlaðra barna að fá að sækja sinn hverfisskóla og það hefur reynt á þann rétt fyrir dómstólum. Við höfðum þetta val milli sérskóla og hverfisskóla en nú er verið að taka það val af okkur, barn með væga þroskahömlun skal sækja skóla í almenna skólakerfinu, með góðu eða illu." Að vera einn öðruvísiHver eru helstu rökin fyrir því að þessi börn sæki sérskóla? „Ef maður setur sig í spor barnsins og hugsar um það hvernig manni sjálfum liði sitjandi á fyrirlestri með fullt af öðru fólki sem virðist skilja allt sem sagt er en maður skildi ekki nokkurn skapaðan hlut, þá skynjar maður svolítið um hvað dæmið snýst. Það er mjög vond tilfinning að vera vitlausari en hinir og maður ferð ósjálfrátt að líta í kringum sig eftir öðrum sem eru á sama báti. Og um leið og maður finnur annan sem er eins og maður sjálfur líður manni miklu betur. Að vera einn öðruvísi er bara óbærilegt. Hugsaðu þér barn sem er í þeim aðstæðum allan daginn alla daga, viku eftir viku og ár eftir ár. Það þarf engan sálfræðing til að segja manni hvað það gerir fyrir sjálfsmynd barnsins. Tökum annað dæmi. Þú ferð á einhverja fína ráðstefnu þar sem alls konar námskeið eru í boði. Þú hefur áhuga á Guðrúnu frá Lundi og Ísfólkinu og velur þess vegna námskeið um þær bækur. Þá koma allir hinir á námskeiðinu og segja þér að þetta sé allt of ómerkilegt námskeið. Það sé hérna námskeið á finnsku um geimvísindi á mastersstigi og miklu sniðugra að allir séu saman á því. Og ef þú lætur undan þeim þrýstingi færðu ekkert út úr námskeiðinu nema þá tilfinningu að þú sért miklu vitlausari en allir hinir. Og hinir sitja uppi með pirring yfir því að þú skulir vera svona vitlaus og spyrja svona heimskulegra spurninga. Það græðir enginn neitt á svona fyrirkomulagi." Lífið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ásta Kristrún Ólafsdóttir, sálfræðingur, er þeirrar skoðunar að börn með þroskahömlun eigi að fá að vera í sérskólum en ekki í almenna skólakerfinu. Ásta, sem á sjálf son með þroskahömlun, segir Friðriku Benónýsdóttur frá baráttu sinni við skólakerfið. Hvað hratt þessari baráttu af stað hjá þér? „Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskólann var breytt á þann veg að stór hópur fatlaðra barna fær ekki inngöngu. Það á við um börn sem eru með greindarvísitölu 50-70, sem kallast væg þroskahömlun. Ef þessi börn hafa ekki alvarlegar aukaraskanir eins og einhverfu, daufblindu, eða fjölfötlun eru þau ekki lengur gjaldgeng í Öskjuhlíðarskólann. Forsaga málsins er sú að 2007 er Öskjuhlíðarskóla lofað að hann fái milljarð króna að gjöf. Þá eru settir á stofn þrír starfshópar; starfshópur um sérskóla, sérdeildir og almenna skóla. Nota bene þá erum við að tala um 2007 og það á að sameina Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla og byggja einn alveg svakalega flottan sérskóla. Síðan átti að stofna fjórar öflugar sérdeildir við einhverja grunnskóla í Reykjavík þar sem börnin fengju samsvarandi þjónustu og í sérskólanum. Starfshóparnir skila síðan áliti þar sem gengið er út frá því að börn með væga þroskahömlun verði í sérdeildum grunnskólanna. Síðan hefur ýmislegt gerst, eins og við vitum, það hefur ekki verið byggður neinn sérskóli, milljarðurinn er gufaður upp, sérdeildirnar hafa verið slegnar út af borðinu og það eina sem eftir stendur er inntökuskilyrðin. 15. apríl 2010 sendir svo fræðslustjóri skólastjórnendum bréf um breytt inntökuskilyrði en þetta bréf er þannig orðað að það er engin leið að lesa úr því að verið sé að tilkynna afgerandi breytingar. Ég hringdi í nokkra skólastjóra og enginn þeirra kannaðist við að muna eftir þessu bréfi, þannig að það hefur ekki verið flokkað í neinn forgang hjá skólunum. Þessi breyting er reyndar löngu komin til framkvæmda, Öskjuhlíðarskólinn er búinn að vera að vísa börnum frá síðan 2008. Og mörg þessara þroskahömluðu barna sem neitað er um inngöngu líða beinlínis þjáningar í almennu skólunum." Meðvituð ákvörðunSonur Ástu, Haraldur, er greindur með væga þroskahömlun auk þess að vera heyrnarskertur og hann hefur stundað alla sína skólagöngu í Öskjuhlíðarskólanum. „Ég tók þá ákvörðun mjög meðvitað, eftir að hafa skoðað alla kosti sem í boði voru, að hann ætti heima í sérskóla. Það vilja reyndar allir, sérstaklega fagfólk, hjálpa manni að loka augunum fyrir því að barnið manns sé öðruvísi, en eftir að greiningin kom þegar hann var fimm ára horfðist ég í augu við það að hann er öðruvísi, og það er bara allt í lagi. Það er slík vitsmunadýrkun í þjóðfélaginu að það liggur við að það sé tabú að minnast á það að einhver sé þroskaheftur, nei úbs ég meina þroskahamlaður, eða þroskaskertur, er það ekki það nýjasta? Og það er engin lausn að berja höfðinu við steininn og horfa framhjá því að þessi börn eru ekki eins og fjöldinn. Loka bara augunum, henda þeim inn í almenna skólakerfið og segja: verið þið öll saman. Það upprætir ekki fordóma." Með góðu eða illuÁsta segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi við baráttuna fyrir því að þroskahömluð börn fái að vera í sérskóla, en menntakerfið sé þó ekki á þeim buxunum að endurskoða þau mál. „Ef maður er hlynntur sérskólum fær maður stimpilinn aðskilnaðarsinni. Baráttunni fyrir skólum án aðgreiningar er líkt við baráttu minnihlutahópa fyrir mannréttindum eins og baráttu svartra í Bandaríkjunum, sem er bara fáránlegt. Fæstir vilja eiga á hættu að vera álitnir fordómafullir aðskilnaðarsinnar eða beinlínis vondir við fatlaða, svo að fólk er ekki áfjáð í að tjá skoðanir sínar þegar þær ríma ekki við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um skóla án aðgreiningar. En ég er að hugsa um það sem er barninu mínu og öðrum börnum með þroskahömlun fyrir bestu og það gerir mig svolítið stikkfrí í augum umhverfisins. Fagfólk hefur ekki mátt hafa nema eina skoðun, réttu skoðunina, í þessu máli og eina fólkið sem hefur mátt tjá sig er foreldrarnir. En þeim hafa ekki verið gefnir margir kostir. Blöndunarsjónarmiðinu er haldið mjög stíft að þeim þar sem það er lögbundinn réttur þroskahamlaðra barna að fá að sækja sinn hverfisskóla og það hefur reynt á þann rétt fyrir dómstólum. Við höfðum þetta val milli sérskóla og hverfisskóla en nú er verið að taka það val af okkur, barn með væga þroskahömlun skal sækja skóla í almenna skólakerfinu, með góðu eða illu." Að vera einn öðruvísiHver eru helstu rökin fyrir því að þessi börn sæki sérskóla? „Ef maður setur sig í spor barnsins og hugsar um það hvernig manni sjálfum liði sitjandi á fyrirlestri með fullt af öðru fólki sem virðist skilja allt sem sagt er en maður skildi ekki nokkurn skapaðan hlut, þá skynjar maður svolítið um hvað dæmið snýst. Það er mjög vond tilfinning að vera vitlausari en hinir og maður ferð ósjálfrátt að líta í kringum sig eftir öðrum sem eru á sama báti. Og um leið og maður finnur annan sem er eins og maður sjálfur líður manni miklu betur. Að vera einn öðruvísi er bara óbærilegt. Hugsaðu þér barn sem er í þeim aðstæðum allan daginn alla daga, viku eftir viku og ár eftir ár. Það þarf engan sálfræðing til að segja manni hvað það gerir fyrir sjálfsmynd barnsins. Tökum annað dæmi. Þú ferð á einhverja fína ráðstefnu þar sem alls konar námskeið eru í boði. Þú hefur áhuga á Guðrúnu frá Lundi og Ísfólkinu og velur þess vegna námskeið um þær bækur. Þá koma allir hinir á námskeiðinu og segja þér að þetta sé allt of ómerkilegt námskeið. Það sé hérna námskeið á finnsku um geimvísindi á mastersstigi og miklu sniðugra að allir séu saman á því. Og ef þú lætur undan þeim þrýstingi færðu ekkert út úr námskeiðinu nema þá tilfinningu að þú sért miklu vitlausari en allir hinir. Og hinir sitja uppi með pirring yfir því að þú skulir vera svona vitlaus og spyrja svona heimskulegra spurninga. Það græðir enginn neitt á svona fyrirkomulagi."
Lífið Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira