Körfubolti

Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nick Bradford í leik með Grindavík.
Nick Bradford í leik með Grindavík. Mynd/Daníel
Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla.

KR vann 22 stiga sigur á Grindavík þegar þau mættust í bikarúrslitaleiknum fyrir tólf dögum en síðan þá hafa Grindvíkingar sótt sér liðstyrk til kunns kappa sem spilaði aldrei betur í gulu heldur en einmitt í DHL-höll þeirra KR-inga.

KR er í 2. sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Snæfells, en Grindavík er í 3. sæti fjórum stigum á eftir KR.

Nick Bradford hjálpaði Grindavík að enda fjögurra leikja taphrinu í sínum fyrsta leik þar sem hann var með 11 stig og 8 stoðsendingar á 26 mínútum í 87-76 sigri á Hamar.

Í kvöld mætir hann í Vesturbæinn þar sem hann var nánast óstöðvandi með Grindavík í lokaúrslitununum árið 2009. Bradford var þá með 39,3 stig að meðaltali í þremur leikjum í DHL-höllinni en hann hitti þá úr 66 prósentum skota sinna, þar af setti hann niður 12 af 18 þriggja stiga skotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×