Vilja ekki lána til Íslands 10. mars 2011 08:00 Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi, segir forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Fréttablaðið/gva „Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Þetta var algjör krafa hjá bönkunum. Þeir treysta ekki lagaumhverfinu hér," segir Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, um kvaðir í rúmlega 230 milljóna dala endurfjármögnunarsamningi fyrirtækisins við norrænu bankana Nordea og SEB auk ING Bank í Hollandi, til næstu fimm ára. Upphæðin jafngildir 27 milljörðum króna. Fjármögnunin fer í gegnum erlend félög Össurar í Evrópu og Bandaríkjunum og veð eru aðeins tekin í starfsemi þar. Móðurfélagið hér á landi er ekki gjaldgengur lántakandi. Þá eru stífar kvaðir á lánveitingunni: framkvæmdastjórn Össurar er óheimilt að flytja annað af fénu hingað en það sem fer í uppgreiðslu á skuldum við Arion banka og til daglegs rekstrar. „Ein af kröfum bankanna var að íslenska móðurfélagið kæmi hvergi nærri lántökunni. Það var forsenda þess að við fengjum lánið og þessi kjör," segir Jón. Honum gremst hins vegar að önnur fyrirtæki hér hafi ekki sama aðgang að lánsfé erlendis og Össur. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs segja þetta sorglegar fréttir. „Við sjáum enga framtíð fyrir nútímaatvinnulíf hér með gjaldeyrishöft og lokaðan fjármagnsmarkað. Það er eitt af lykilatriðum til að efla trú á landinu og efla fjárfestingar að höftin hverfi og að íslenskur fjármagnsmarkaður tengist útlöndum á eðlilegan hátt," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Erlendar lánastofnanir vantreysta ekki íslenskum fyrirtækjum heldur því umhverfi sem þau búa við," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. „Þar vísa ég til tilviljunarkenndrar og oft órökréttrar lagasetningar, versnandi skattaumhverfis, gjaldeyrishafta og frjálslegrar meðferðar stjórnvalda á stjórnsýslulögum og stjórnarháttum." „Íslensk fyrirtæki eru í efnahagslegu stofufangelsi," segir forstjóri Össurar. „Við getum gert þetta vegna þess að við erum með okkar starfsemi erlendis, dótturfélög úti og tekjur þar. Við erum því í forréttindaklúbbi." - jab
Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira