Meðlimir Hurts snúa aftur í partíbæinn Reykjavík 11. mars 2011 12:00 Hljómsveitin Hurts spilar í annað sinn á Íslandi í Vodafone-höllinni 20. mars. Adam Anderson, gítar- og hljómborðsleikari Hurts, getur ekki beðið eftir því að koma aftur til Íslands. Enska hljómsveitin Hurts, með söngvarann Theo Hutchcraft og Adam Anderson í fararbroddi, spilar á öðrum tónleikum sínum á Íslandi á skömmum tíma þegar hún stígur á svið í Vodafone-höllinni sunnudaginn 20. mars. Síðast spiluðu þeir félagar á Iceland Airwaves í haust við mjög góðar undirtektir og töldu margir tónleikana vera einn af hápunktum hátíðarinnar. Hurts hefur verið á tónleikaferð um Evrópu að undanförnu og verða tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu á ferðalaginu. „Við erum virkilega spenntir. Síðast þegar við komum til Íslands skemmtum við okkur mjög vel og ég man að tónleikarnir voru klikkaðir," segir Anderson í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta eru einir bestu tónleikar sem við höfum haldið og við getum ekki beðið eftir að koma aftur til Íslands. Við elskum þetta land." Hurts er að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, Happiness, sem komst ofarlega á vinsældarlista víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi þar sem stærsti aðdáendahópur hljómsveitarinnar er. „Það er alltaf uppselt á tónleikana okkar í Þýskalandi og áhorfendurnir eru alltaf frábærir. Okkur finnst eins og við séum að koma heim þegar við komum hingað," segir Anderson, sem var einmitt staddur í Þýskalandi þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Eins og önnur plánetaHurts var á dögunum valin nýliði ársins af breska tónlistartímaritinu NME og spiluðu þeir félagar vinsælasta lagið sitt, Wonderful Life, á verðlaunahátíðinni fyrir framan stjörnur á borð við Dave Grohl og Jarvis Cocker. „Það voru mikil forréttindi að vinna þessi verðlaun. Við ólumst upp við að lesa tímaritið og NME sýndi mikið hugrekki með því að velja okkur því við erum í rauninni poppsveit." Skömmu áður en Hurts spilaði á Airwaves í haust tók sveitin upp myndband hér á landi við lagið Stay. „Við keyrðum upp í sveit og fengum að sjá aðra hlið af Íslandi sem er ótrúlega flott. Þetta var eins og að vera á annarri plánetu því umhverfið var svo allt öðruvísi en þar sem ég ólst upp," segir Anderson. „Svo nutum við þeirra forréttinda að fara í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Þá áttuðum við okkur á því hversu mikill partíbær Reykjavík er. Þannig að við upplifðum það besta úr báðum heimum. Þetta er bæði skrítinn og yndislegur staður." Fótbrotnaði í myndbandiAnna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimó og tannlæknanemi, lék á móti Theo Hutchcraft í myndbandinu við Stay og einnig í öðru myndbandi við jólalagið All I Want for Christmas Is New Year's Day, sem var tekið upp í London. „Þegar við tókum myndbandið upp [við Stay] fótbrotnaði hún á tökustaðnum og það var mikil dramatík í kringum það og ég man að hún var mjög hugrökk. Hún sat í bíl í þrjá tíma á leiðinni á sjúkrahús og þetta var allt mjög dramatískt," greinir Anderson frá. „Til að sýna að okkur þætti þetta leitt og sem þakklætisvott buðum við henni í jólamyndbandið okkar," segir hann og telur ágætar líkur á því að Hurts eigi eftir að vinna aftur með Önnu Þóru. Fram undan hjá Hurts er spilamennska í sumar á tónlistarhátíðum á borð við Isle of Wight, T in the Park og V Festival sem eru allar í Bretlandi. „Það er gaman að spila fyrir áhorfendur á svona hátíðum. Við þurfum oft á tíðum að vinna þá yfir á okkar band því þeir eru ekki endilega komnir til að sjá okkur. Það er mikil áskorun og þetta er gott tækifæri til að fá inn nýja aðdáendur," segir Anderson. Skoða næturlífiðSpurður hvort einhver ný lög hafi fæðst að undanförnu segir hann: „Þegar við gerðum fyrstu plötuna vorum við tveir saman í svörtu herbergi og störðum hvor á annan í hálft ár þangað til eitthvað gerðist loksins. Að vera í rútu á tónleikaferð er ekki rétta umhverfið fyrir lagasmíðar. Við ætlum að bíða til loka þessa árs og fara þá aftur í svarta herbergið." Anderson vonast til að dvelja á Íslandi eins lengi og kostur er vegna tónleikanna í Vodafone-höllinni. „Við viljum pottþétt skoða næturlífið í Reykjavík aftur og vonandi getum við farið tvisvar sinnum." Hljómsveitirnar Retro Stefson og Dikta sjá um að hita mannskapinn upp og Adamson hvetur Íslendinga til að láta sjá sig. „Þetta verður mjög sérstakt kvöld, ég get lofað því." Enn eru til miðar á tónleikana og fást þeir hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hljómsveitin Hurts spilar í annað sinn á Íslandi í Vodafone-höllinni 20. mars. Adam Anderson, gítar- og hljómborðsleikari Hurts, getur ekki beðið eftir því að koma aftur til Íslands. Enska hljómsveitin Hurts, með söngvarann Theo Hutchcraft og Adam Anderson í fararbroddi, spilar á öðrum tónleikum sínum á Íslandi á skömmum tíma þegar hún stígur á svið í Vodafone-höllinni sunnudaginn 20. mars. Síðast spiluðu þeir félagar á Iceland Airwaves í haust við mjög góðar undirtektir og töldu margir tónleikana vera einn af hápunktum hátíðarinnar. Hurts hefur verið á tónleikaferð um Evrópu að undanförnu og verða tónleikarnir í Reykjavík þeir síðustu á ferðalaginu. „Við erum virkilega spenntir. Síðast þegar við komum til Íslands skemmtum við okkur mjög vel og ég man að tónleikarnir voru klikkaðir," segir Anderson í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta eru einir bestu tónleikar sem við höfum haldið og við getum ekki beðið eftir að koma aftur til Íslands. Við elskum þetta land." Hurts er að fylgja eftir sinni fyrstu plötu, Happiness, sem komst ofarlega á vinsældarlista víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi þar sem stærsti aðdáendahópur hljómsveitarinnar er. „Það er alltaf uppselt á tónleikana okkar í Þýskalandi og áhorfendurnir eru alltaf frábærir. Okkur finnst eins og við séum að koma heim þegar við komum hingað," segir Anderson, sem var einmitt staddur í Þýskalandi þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Eins og önnur plánetaHurts var á dögunum valin nýliði ársins af breska tónlistartímaritinu NME og spiluðu þeir félagar vinsælasta lagið sitt, Wonderful Life, á verðlaunahátíðinni fyrir framan stjörnur á borð við Dave Grohl og Jarvis Cocker. „Það voru mikil forréttindi að vinna þessi verðlaun. Við ólumst upp við að lesa tímaritið og NME sýndi mikið hugrekki með því að velja okkur því við erum í rauninni poppsveit." Skömmu áður en Hurts spilaði á Airwaves í haust tók sveitin upp myndband hér á landi við lagið Stay. „Við keyrðum upp í sveit og fengum að sjá aðra hlið af Íslandi sem er ótrúlega flott. Þetta var eins og að vera á annarri plánetu því umhverfið var svo allt öðruvísi en þar sem ég ólst upp," segir Anderson. „Svo nutum við þeirra forréttinda að fara í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Þá áttuðum við okkur á því hversu mikill partíbær Reykjavík er. Þannig að við upplifðum það besta úr báðum heimum. Þetta er bæði skrítinn og yndislegur staður." Fótbrotnaði í myndbandiAnna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimó og tannlæknanemi, lék á móti Theo Hutchcraft í myndbandinu við Stay og einnig í öðru myndbandi við jólalagið All I Want for Christmas Is New Year's Day, sem var tekið upp í London. „Þegar við tókum myndbandið upp [við Stay] fótbrotnaði hún á tökustaðnum og það var mikil dramatík í kringum það og ég man að hún var mjög hugrökk. Hún sat í bíl í þrjá tíma á leiðinni á sjúkrahús og þetta var allt mjög dramatískt," greinir Anderson frá. „Til að sýna að okkur þætti þetta leitt og sem þakklætisvott buðum við henni í jólamyndbandið okkar," segir hann og telur ágætar líkur á því að Hurts eigi eftir að vinna aftur með Önnu Þóru. Fram undan hjá Hurts er spilamennska í sumar á tónlistarhátíðum á borð við Isle of Wight, T in the Park og V Festival sem eru allar í Bretlandi. „Það er gaman að spila fyrir áhorfendur á svona hátíðum. Við þurfum oft á tíðum að vinna þá yfir á okkar band því þeir eru ekki endilega komnir til að sjá okkur. Það er mikil áskorun og þetta er gott tækifæri til að fá inn nýja aðdáendur," segir Anderson. Skoða næturlífiðSpurður hvort einhver ný lög hafi fæðst að undanförnu segir hann: „Þegar við gerðum fyrstu plötuna vorum við tveir saman í svörtu herbergi og störðum hvor á annan í hálft ár þangað til eitthvað gerðist loksins. Að vera í rútu á tónleikaferð er ekki rétta umhverfið fyrir lagasmíðar. Við ætlum að bíða til loka þessa árs og fara þá aftur í svarta herbergið." Anderson vonast til að dvelja á Íslandi eins lengi og kostur er vegna tónleikanna í Vodafone-höllinni. „Við viljum pottþétt skoða næturlífið í Reykjavík aftur og vonandi getum við farið tvisvar sinnum." Hljómsveitirnar Retro Stefson og Dikta sjá um að hita mannskapinn upp og Adamson hvetur Íslendinga til að láta sjá sig. „Þetta verður mjög sérstakt kvöld, ég get lofað því." Enn eru til miðar á tónleikana og fást þeir hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira