Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært hálffertuga konu fyrir fjárdrátt.
Konunni er gefið að sök að hafa dregið sér tæplega 400 þúsund krónur sem hún fékk greiddar inn á bankareikning sinn frá manni og þremur ættingjum hans með átta millifærslum.
Fjármunirnir áttu að ganga til greiðslu á leigu fjögurra sumarhúsa á Spáni samkvæmt samningi konunnar við einn fjórmenninganna.- jss
Stal leigu fyrir fjögur sumarhús á Spáni

Fleiri fréttir
