Hart barist í Eurovision 15. mars 2011 11:00 Búið er að velja lögin 43 sem keppa í Eurovision í Düsseldorf í vor. Búast má við harðri keppni enda taka mörg frambærileg lög þátt í þetta sinn. Nú er ljóst hvaða 43 lög taka þátt í Eurovision-keppninni í Düsseldorf í maí. Vinir Sjonna stíga á svið með lagið Aftur heim í undanúrslitunum fyrir Íslands hönd 10. maí ásamt nítján öðrum löndum, þar á meðal Noregi, Póllandi, Grikklandi, Serbíu og Rússlandi. Í hinum undanúrslitunum 12. maí eigast við þjóðir á borð við Svíþjóð, Danmörku, Írland og Ísrael. Úrslitin sjálf ráðast svo 12. maí. Ítalía tekur þátt í Eurovision í fyrsta sinn í þrettán ár og fer sjálfkrafa í úrslitin rétt eins og Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Fulltrúi Ítala verður Rafael Gualazzi með lagið Madness of Love á meðan strákabandið Blue syngur fyrir hönd Bretlands hið grípandi I Can. Tvíburarnir Jeward syngja Lipstick fyrir hönd Íra. Lagið er nútímalegt popp og líkist á engan hátt sigurlögunum tveimur sem landi þeirra Johnny Logan söng svo eftirminnilega í Eurovision á níunda áratugnum.Dana International.Þá tekur sigurvegarinn frá því í fyrra, hin þýska Lena, þátt í keppninni annað árið í röð, nú með lagið Taken by a Stranger. Kynskiptingurinn Dana International frá Ísrael snýr einnig aftur í keppnina með lagið Ding Dong. Dana sigraði í Eurovision árið 1998 með Diva, sem náði miklum vinsældum í Evrópu í framhaldinu. Hin Norðurlöndin eiga vitaskuld sína fulltrúa í keppninni. Hinn 21 árs Eric Saade vann Melodifestivalen-keppnina í Svíþjóð um síðustu helgi og mætir því til Þýskalands með stuðlagið Popular í farteskinu. Stella Mwangi keppir fyrir hönd Noregs með lagið Haba Haba, sem er undir afrískum áhrifum, og telja það margir sigurstranglegt. Hinn tvítugi Paradise Oskar syngur lagið Da da dam sem er framlag Finna í ár. Þetta er rólegt kassagítarlag sem felur í sér mikinn umhverfisboðskap. Frá Danmörku kemur poppsveitin A Friend In London með lagið New Tomorrow sem auðvelt er að syngja með og gæti náð langt í keppninni. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Búið er að velja lögin 43 sem keppa í Eurovision í Düsseldorf í vor. Búast má við harðri keppni enda taka mörg frambærileg lög þátt í þetta sinn. Nú er ljóst hvaða 43 lög taka þátt í Eurovision-keppninni í Düsseldorf í maí. Vinir Sjonna stíga á svið með lagið Aftur heim í undanúrslitunum fyrir Íslands hönd 10. maí ásamt nítján öðrum löndum, þar á meðal Noregi, Póllandi, Grikklandi, Serbíu og Rússlandi. Í hinum undanúrslitunum 12. maí eigast við þjóðir á borð við Svíþjóð, Danmörku, Írland og Ísrael. Úrslitin sjálf ráðast svo 12. maí. Ítalía tekur þátt í Eurovision í fyrsta sinn í þrettán ár og fer sjálfkrafa í úrslitin rétt eins og Bretland, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Fulltrúi Ítala verður Rafael Gualazzi með lagið Madness of Love á meðan strákabandið Blue syngur fyrir hönd Bretlands hið grípandi I Can. Tvíburarnir Jeward syngja Lipstick fyrir hönd Íra. Lagið er nútímalegt popp og líkist á engan hátt sigurlögunum tveimur sem landi þeirra Johnny Logan söng svo eftirminnilega í Eurovision á níunda áratugnum.Dana International.Þá tekur sigurvegarinn frá því í fyrra, hin þýska Lena, þátt í keppninni annað árið í röð, nú með lagið Taken by a Stranger. Kynskiptingurinn Dana International frá Ísrael snýr einnig aftur í keppnina með lagið Ding Dong. Dana sigraði í Eurovision árið 1998 með Diva, sem náði miklum vinsældum í Evrópu í framhaldinu. Hin Norðurlöndin eiga vitaskuld sína fulltrúa í keppninni. Hinn 21 árs Eric Saade vann Melodifestivalen-keppnina í Svíþjóð um síðustu helgi og mætir því til Þýskalands með stuðlagið Popular í farteskinu. Stella Mwangi keppir fyrir hönd Noregs með lagið Haba Haba, sem er undir afrískum áhrifum, og telja það margir sigurstranglegt. Hinn tvítugi Paradise Oskar syngur lagið Da da dam sem er framlag Finna í ár. Þetta er rólegt kassagítarlag sem felur í sér mikinn umhverfisboðskap. Frá Danmörku kemur poppsveitin A Friend In London með lagið New Tomorrow sem auðvelt er að syngja með og gæti náð langt í keppninni. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira