Langur kafli ævinnar að baki 16. mars 2011 05:30 Þórir kvaddi marga trausta viðskiptavini í Vísi í gær. Í þeim hópi var Sigurveig Káradóttir. Hún hefur skipt lengi við Þóri og fyrir nokkrum árum urðu viðskiptin gagnkvæm þegar hún hóf að framleiða hollustukökur sem seldar eru í Vísi og víðar. Fréttablaðið/GVA Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira