Innlent

Stórtæku þjófagengi birt ákæra

Stálu öllu steini léttara Enginn mannanna gekkst við sök fyrir dómi í gær. Þrír þeirra tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar.Fréttablaðið/gva
Stálu öllu steini léttara Enginn mannanna gekkst við sök fyrir dómi í gær. Þrír þeirra tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar.Fréttablaðið/gva
Ákæra var þingfest í gær á hendur þjófagengi sem ber ábyrgð á einni mestu innbrotaöldu sem um getur á Íslandi.

Þrír mannanna hafa við skýrslutökur hjá lögreglu játað á sig 75 innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið haust, frá september og fram að áramótum. Í öllum tilvikum var farið inn í heimahús og ýmsum munum stolið. Tjónið nemur tugum og jafnvel á annað hundrað milljónum.

Fjórði maðurinn er grunaður um að hafa keypt allt þýfið af þeim og selt með hagnaði. Sá fimmti er talinn eiga minni hlut að máli.

Þjófarnir þrír og kaupandinn tóku sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar fyrir dómi í gær.

Fimmti maðurinn sagði við þingfestinguna að hann hefði einungis talið sig vera að hjálpa vini sínum að flytja, eins og hann hefði gert áður, en að hann hafi ekki vitað að hann væri að meðhöndla þýfi.

Verjendur mannanna fengu hver um sig í hendur fullan pappakassa af málsskjölum í héraðsdómi, enda er málið gríðarlega umfangsmikið.

Lögregla telur mennina fjóra hluta af skipulögðu glæpagengi Pólverja og Litháa hérlendis, einu fjögurra gengja sem nú skipti með sér íslenskum undirheimum.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×