Áður en þú segir nei Vigfús Geirdal skrifar 8. apríl 2011 10:00 Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ágæti samborgari Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er hið æðsta og endanlega vald íslenska ríkisins í þínum höndum og annarra íslenskra kjósenda. Það er því mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir ábyrgð þinni um leið og þú beitir þessu valdi. Þú kýst ekki aðeins "af því bara“. Þú veist að lýðræði er annað og meira en "að fá að segja álit sitt“. Þú er aðili að ákvörðun sem varðar þjóðarhag og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þegar þú kýst ferðu öðru fremur eftir eigin samvisku, eigin dómgreind og eigin siðferðisvitund. Það er mikilvægt að þú kjósir um það eitt sem kosið er um – ekki um allt það sem þér finnst miður fara í samfélaginu. Það sem þú kýst um er hvort þú vilt staðfesta lög frá Alþingi um lágmarksábyrgð íslenska ríkisins gagnvart innistæðueigendum í útibúum Landsbankans hf. í Bretlandi og Hollandi (sjá kosning.is) – eða ekki. Þú ert ekki að kjósa um væntanlega kjarasamninga, ríkisstjórnina, skuldastöðu heimilanna, né heldur ertu að segja álit þitt á "skuldum óreiðumannna“. Jafnvel þótt niðurstaða kosninganna kunni með einum eða öðrum hætti að hafa áhrif á öll þessi mál. Þú ert eingöngu að greiða atkvæði um það hvort þú telur íslenska ríkið bera einhverja ábyrgð gagnvart viðskiptavinum íslensks fyrirtækis í Bretlandi og Hollandi – eða ekki. Í raun sambærilega ábyrgð og þá sem íslensk stjórnvöld töldu sig bera gagnvart viðskiptavinum sama fyrirtækis á Íslandi. Áður en þú tekur afstöðu, ættirðu að hugleiða nokkur grundvallaratriði: 1. Samhliða útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var starfræktur annar banki í þessum löndum, Singer og Friedlander, sem alfarið var í eigu Kaupþings. Það er engin tilviljun að ekki er gerð nein krafa um íslenska ábyrgð á innistæðum í Singer og Friedlander. Ástæðan er einfaldlega sú að Singer og Friedlander var enskt (o.s.frv.) fyrirtæki að lögum. Útibú Landsbankans voru íslensk. Það vantar enga lagabókstafi um ábyrgð íslenska ríkisins á íslenskum fyrirtækjum í einkaeigu, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né í erlendum skuldbindingum Íslands. 2. Útibú Landsbankans í umræddum löndum hefðu aldrei fengið þar starfsleyfi nema með blessun íslenska fjármálaeftirlitsins og annarra viðkomandi íslenskra stjórnvalda, enda voru þau að verulegu leyti starfrækt innan ramma íslenskra laga. Þetta undirstrikar að sjálfsögðu íslenska ábyrgð. 3. Lýðræðislega kjörin löggjafarþing settu þá lagaumgjörð sem bjó í haginn fyrir íslenska "efnahagsundrið“, ríkisstjórnir sem myndaðar voru eftir leikreglum þingræðis og lýðræðis báru ábyrgð á því eftirlits- og andvaraleysi sem olli því að bankakerfið íslenska varð tólffalt stærra en hagkerfi ríkisins og endaði með því að í örríkinu Íslandi urðu einhver stærstu bankagjaldþrot í heimssögunni. Hér liggur hin pólitíska ábyrgð sem þegar allt kemur til alls vegur þyngra en ábyrgð fjárglæframannannanna. 4. "Við“, þú og ég jafnt sem aðrir kjósendur veittum þessum fulltrúum ítrekað umboð til að fara með valdið okkar. Á tímanum sem þetta var að þróast var sami maður forsætisráðherra í ca. 14 ár og síðan verðlaunaður með því að verða seðlabankastjóri. "Við“ getum ekki firrt okkur ábyrgð með því að hrópa: "Við vissum ekki!“ 5. Þau rök sem nokkrir lögfræðingar halda á lofti að Íslendingum beri "engin lagaleg skylda“ til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave reikninganna eru í raun af sama toga og þegar lögmenn útrásarvíkinganna halda því fram að "engin lög hafi verið brotin“. Hér er sami siðferðisbresturinn að baki og í einhverjum tilvikum sams konar gallar eða túlkunarmöguleikar á löggjöf. Er sæmandi að fordæma siðleysi "óreiðumanna“ í einu orðinu en tileinka sér síðan sams konar siðleysi í verki? Svo kann að fara að fara að þú sért nú sem fyrr ákveðinn í að segja nei við þessum lögum. Það er að sjálfsögðu þinn lýðræðislegi réttur og það skal ekki dregið í efa að þú takir þessa ákvörðun í samræmi við það sem samviska þín, dómgreind og siðferðisvitund leyfir. Það er ekki ólíklegt miðað við síðustu kannanir að nei verði svar Íslendinga. Þá er mikilvægt að þú gerir þér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þú tekur með því að segja nei. Þú ert ekki að segja kannski, þú ert ekki að segja: "Við viljum betri og sanngjarnari samninga“. Þú ert að segja: "Við borgum ekki. Okkur ber engin lagaleg skylda til að láta útlenda viðskiptavini íslenskra banka njóta jafnréttis á við okkur sjálf. "Þið“ verðið að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort "við“ verðum að borga.“ Með því að segja nei ertu ekki að neita að greiða skuldir fáeinna "óreiðumanna“. Þú ert að gera alla Íslendinga að yfirlýstum óreiðumönnum.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun