Allt í hnút - staða og horfur eftir þjóðaratkvæði Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2011 00:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 2011: Hver er staðan sem upp er komin? Hverjar eru horfurnar?Breytt stjórnskipan: Hér er nú pólitískt virkur forseti og beint lýðræði að frjálsri ákvörðun hans hvenær sem hann ákveður.Kreppa í stjórnskipan: Engar hömlur eru á ákvörðun forseta, engar takmarkanir á fjármögnun kosningabaráttu fyrir þjóðaratkvæði eða ákvæði um lágmarksþátttöku kjósenda. Stjórnskipuleg staða Alþingis er í lausu lofti.Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.Aðild Íslands að ESB verður ekki samþykkt hér án þess að Álandseyjaákvæði, Azoreyjaákvæði og Möltuákvæði verði afdráttarlaus í samningsfrumvarpi. Líklega hefur utanríkisráðuneytið ekki skilning á þessu, þannig að málið er gjörtapað hvort eð er.Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur.Leiðtogar beggja stjórnarflokkanna heyja enn hetjulega baráttu við ofurefli innan húss sem utan. Nú bíða félagar þeirra bara eftir því að foringjarnir rými sætin. Fram undan er forystukreppa í báðum stjórnarflokkunum.Forystuflokkur stjórnarandstöðunnar, Sjálfstæðismenn, þarf að fá nokkra mánuði til að ná áttum og verða fær um að taka stjórnarábyrgð. Ekki er alveg ljóst hvaða stefna verður ofan á þar, hvort núverandi foringja tekst að semja um frið eða hverjir aðrir hirða forystusætin.Gjáin milli núverandi stjórnarflokka og forystu Framsóknarflokksins hefur breikkað og dýpkað. Líklega eiga Framsóknarmenn nú aðeins kost á að verða stoð við Sjálfstæðisflokkinn. Staða forystu Framsóknarmanna virðist mjög sterk innan flokks, en þó vekur furðu hve fáir virðast hafa tekið þátt í flokksþingi og kosningu formanns.Fram undan er þóf, tafir og streita í flestum þjóðmálum. Dómsmál um Icesave tekur nokkur ár og hvert ár kostar 30-40 milljarða króna til viðbótar við annað. Fram undan er endurmat og nýtt þóf um flesta viðskipta- og fjárfestingarkosti. Nokkra mánuði þarf til að endurmeta og endursemja um erlend lánamál.Óskynsamlegar skattabreytingar leggjast því ennþá þyngra á atvinnulífið og þar harðnar á dalnum. Áhrif á lánagreiðslur almennings, á atvinnuástand og laun fylgja þessu.Í grunni er íslenska þjóðfélagið sterkt, lýðræðið virkt og útflutningsgreinarnar öflugar. Veikleikar okkar Íslendinga eru sundrung, tortryggni, rógur og níð. Hér er allt í hnút. Nú þarf alþingiskosningar sem allra fyrst til að höggva á hnútinn.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar