Innlent

Öll börn fædd á árinu bólusett

Smitast Að meðaltali greinast árlega ellefu börn undir fimm ára aldri með pneumókokkasýkingu hér á landi.
Nordicphotos/Getty
Smitast Að meðaltali greinast árlega ellefu börn undir fimm ára aldri með pneumókokkasýkingu hér á landi. Nordicphotos/Getty
Öll börn fædd á árinu 2011 og síðar verða bólusett gegn pneumókokkasýkingum, og munu bólusetningarnar hefjast síðar í apríl, samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Útlit var fyrir að tafir yrðu á því að bólusetningar hæfust, en velferðarráðherra hefur ákveðið að þær skuli hefjast sem fyrst.

Börnin verða bólusett með bóluefninu Synflorix. Bólusetning fer fram við þriggja mánaða, fimm mánaða og tólf mánaða aldur. Börn sem fædd eru fyrir árið 2011 eiga þess kost að fá bólusetningu, en þá verða foreldrar þeirra að greiða kostnað við bóluefnið. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×