Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli 12. apríl 2011 09:00 Jake og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild. Nordicphotos/Getty Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira