Innlent

Vilja frjálsar strandveiðar

Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýja reglugerð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra um strandveiðar á komandi sumri.

„Áfram á að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum með vitund og vilja manna sem lofuðu í aðdraganda kosninga og í stjórnarsáttmála að gera gagngerar breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi þannig að það stæðist alþjóðasáttmála," segir í ályktuninni.

Þá lýsir stjórn Frjálslynda flokksins undrun og hneykslun á vinnubrögðum stjórnvalda sem virðast hafa það eitt að markmiði að ná sáttum við SA/LÍU án þess að huga að því hvað kemur almenningi í landinu til góða.

Stjórn Frjálslynda flokksins skorar á stjórnvöld að gera strandveiðar frjálsar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×