Erlent

Gaddafí fari strax frá

Erindrekar úr samráðshópnum um Líbíu hittust í Katar í gær. Líbískir uppreisnarmenn eru í hópi þeirra sem funduðu. nordic photos/afp
Erindrekar úr samráðshópnum um Líbíu hittust í Katar í gær. Líbískir uppreisnarmenn eru í hópi þeirra sem funduðu. nordic photos/afp
Muammar Gaddafi Líbíuleiðtogi verður að víkja frá völdum, að mati nýstofnaðs alþjóðlegs samráðshóps um málefni Líbíu. Krónprinsinn í Katar las upp yfirlýsingu þess efnis á ráðstefnu um Líbíu sem nú fer fram í Doha, höfuðborg Katar.

Tamim bin Hamad bin Khalifa al-Thani, krónprins Katar, sagði í yfirlýsingunni að hópurinn vildi að strax yrði bundinn endir á árásir á almenna borgara, og að Gaddafí drægi herdeildir sínar frá þeim líbísku borgum sem þær hafa farið inn í með valdi.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á ráðstefnunni að líklega myndi um helmingur þjóðarinnar þurfa á neyðaraðstoð að halda. Hann sagði einnig að um hálf milljón manna hefði yfirgefið landið frá því að átökin þar hófust.

Uppreisnarmennirnir hafa hvatt bandaríska herinn til þess að taka meiri forystu í loftárásum NATO.

Tvær öflugar sprengjur sprungu í útjaðri Trípólí í gær. Vitni sögðu sprengjurnar hafa lent nálægt flugvellinum í borginni, þar sem herbúðir á vegum Gaddafís eru. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×