Gyllenhaal hreifst af íslensku stelpunum 14. apríl 2011 11:00 Miklir fagnaðarfundir voru í Leifsstöð á mánudag þegar Sigurjón Sighvatsson og Jake Gyllenhaal hittust fyrir algjöra tilviljun. „Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Ég var að koma heim frá Ástralíu þar sem við vorum að hljóðblanda nýjustu myndina mína, The Killer Elite, og rakst þá á Jake í flughöfninni,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi með meiru. Hann hitti Jake Gyllenhaal á mánudaginn í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar leikarinn var að yfirgefa landið eftir ævintýralega helgi. Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni var bandaríski stórleikarinn Jake Gyllenhaal staddur hér á landi yfir helgina við tökur á ævintýraþættinum Man vs. Wild sem Bear Grylls stjórnar. Tökur fóru fram í aftakaveðri á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi en það var True North sem aðstoðaði tökuliðið. Alls unnu tuttugu starfsmenn að tökunum en mikil leynd hvíldi yfir þeim. Leiðir Sigurjóns og Jake Gyllenhaal hafa legið saman áður; Gyllenhaal lék aðalhlutverkið í hinni dramatísku kvikmynd Brothers sem Sigurjón framleiddi og skartaði einnig Natalie Portman og Tobey Maguire í stórum rullum. „Þetta var algjör tilviljun og það var virkilega skemmtileg að hitta hann. Hann talaði ákaflega fallega um landið og náttúrlega tökurnar uppi á jökli þar sem hann lenti nánast í lífsháska með þessum Bear Grylls,“ segir Sigurjón „Jake átti ekki orð yfir hvað Ísland væri frábært og hann vildi koma hingað aftur sem fyrst í frí. Það hafði víst líka eitthvað að gera með stelpurnar,“ segir Sigurjón kankvís. -fgg
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira