Innlent

Synjunin var byggð á röngu ákvæði laganna

FME áleit Ingólf Guðmundsson vanhæfan til að gegna starfi framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. 
fréttablaðið/gva
FME áleit Ingólf Guðmundsson vanhæfan til að gegna starfi framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga. fréttablaðið/gva
Ástæða synjunar Fjármálaeftirlitsins (FME) um afhendingu gagna til Ingólfs Guðmundssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga og stjórnarformanns Íslenska lífeyrissjóðsins, eru rannsóknarhagsmunir hjá sérstökum saksóknara, er fram kemur í tilkynningu frá FME.

Í fyrirsögn í grein Fréttablaðsins um málið á mánudag í síðustu viku sagði að álit Umboðsmanns Alþingis væri að Ingólfur hefði átt rétt á því að sjá gögnin. Það er ekki rétt. Hins vegar kom fram í álitinu að FME hefði ekki notast við rétt lagaákvæði í synjun sinni til Ingólfs og mælst var til þess að málið yrði tekið upp að nýju, óskaði Ingólfur eftir því. Það hefur hann þó ekki gert.

Ingólfur er þó sjálfur ekki til rannsóknar, hefur ekki réttarstöðu sakbornings og hefur aldrei verið kallaður í skýrslutöku til embættisins. Hann fór fram á að sjá stjórnsýslugögn hjá FME eftir að yfirlýsing barst frá stofnuninni um vanhæfi hans til þess að gegna starfi framkvæmdarstjóra Lífeyrissjóðs verkfræðinga í maí síðastliðnum, en var synjað. Hann fékk þó að sjá öll þau gögn sem niðurstaða hæfismálsins byggði á, samkvæmt upplýsingum frá FME. Ingólfur kærði synjun FME og verður frávísunartillaga tekin fyrir í héraðsdómi hinn 20. apríl næstkomandi.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×