Aldrei að víkja? Þröstur Ólafsson skrifar 19. apríl 2011 09:56 Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Réttilega er sagt að bókmenntir geti haft mikil áhrif á afstöðu og viðhorf kynslóða og þjóða. Faust og Werther eftir Goethe mótuðu hugi kynslóða í Evrópu. Hér heima voru þeir Gunnar á Hlíðarenda og Grettir sterki fyrirmynd okkar strákanna í leik og Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sumarhúsum drjúgir við að leggja til mergjaðar setningar og afstöðufyrirmyndir sem höfðu áhrif á skoðanir þjóðarinnar. Sá sem þetta skrifar hefur iðulega nýtt sér snilld Halldórs ef vanda hefur þurft texta. Sama má segja um kveðskap. Enginn einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á tilfinningar þjóðarinnar sem Jónas Hallgrímsson. Við syngjum ljóð sem móta afstöðu okkar og hugarfar til samtíma og sögu. Það vakti því athygli mína þegar stjórnarskrárráðið hið nýja ákvað að hefja störf sín á því að syngja Öxar við ána. Þetta er eitt þeirra ljóða sem fylgt hafa þjóðinni í heila öld og gjarnan er gripið til þegar þétta skal raðirnar gegn útlendum andskota. Barnabarn mitt er látið læra þetta í leikskóla sínum löngu áður en það gerir sér grein fyrir merkingu þess. Ef kvæðið er skoðað án væmni er ljóst að það inniheldur afar umdeilanleg skilaboð sem eiga að hafa hughrif, ekki vekja til umhugsunar. Þetta er tilfinningalegt baráttukvæði fullt af predikun. Kjarnaboðskapur kvæðisins er þessi þekkta ljóðlína: „Fram, fram aldrei að víkja." Steingrímur orti ljóðið, fyrir liðlega öld, til að styrkja kröfuna um afdráttarlaust sjálfstæði. Kvæðið dugði vel til þess. En er þetta sá boðskapur sem er gagnlegt veganesti lítilli þjóð í hnattvæddum heimi, þar sem allt gengur úr á málamiðlanir milli þjóða og menningarheima? Endurspeglar þetta þann hugsunarhátt sem hentar best í glímu okkar við hrunið? Má ekki einmitt segja að einstrengingsleg þjóðremba hafi verið verið ein af orsökum hrunsins. „…aldrei að víkja" var líka hugsunarháttur Bjarts í Sumarhúsum, sem leiddi til þess að hann missti allt sitt. Þetta hljómar vel í einrödduðum söng en er afleitt til eftirbreytni í heimi nútímans. Leiðarvísirinn gæti trauðla verið óhentugri. Fá kvæði á íslenska tungu eru óheppilegri sem tákn fyrir störf að nýrri stjórnarskrá, sem umfram allt verður að byggja á skýrri hugsun í stað tilfinningamoðs. Réttsýn málamiðlun komi í stað einsýni. Það var miður að Ómar skyldi vígja störf ráðsins með þessum boðskap.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun