Evrópska efnahagssvæðið endurskoðað 19. apríl 2011 04:30 Jens SToltenberg og José Manuel Barroso Skriður komst á málin hjá Evrópusambandinu eftir að forsætisráðherra Noregs skýrði forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá starfi norsku nefndarinnar. nordicphotos/AFP Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Evrópusambandið hefur hug á því að endurskoða samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, með hliðsjón af því hvernig samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur þróast undanfarin fimmtán ár. Þetta kemur fram í samþykkt ráðherraráðs ESB í desember síðastliðnum, þar sem hvatt er til þess að farið verði út í slíka endurskoðun. Meðal annars eigi að kanna hvort „hagsmunum ESB er vel borgið innan núverandi samkomulags“ eða hvort betra væri að semja um víðtækara samstarf. Kanna eigi hvort uppfæra þurfi samninginn eða einfalda hann með einhverjum hætti. Norska stjórnin er nú þegar byrjuð að fara ítarlega yfir reynsluna af framkvæmd samningsins, meðal annars með tilliti til þess hvort skynsamlegt sé að gera nýjan samning eða einfalda hann til muna. Fjölmenn rannsóknarnefnd hefur starfað í meira en ár með víðtækt umboð til að rannsaka áhrif samningsins á öllum sviðum samfélagsins í Noregi. Niðurstöður þeirrar nefndar eru væntanlegar á þessu ári. Sambærilegt ferli er einnig komið í gang í Liechtenstein. Fyrir utan sjálfan EES-samninginn eru Norðmenn með ellefu tvíhliða samninga í gildi við Evrópusambandið, og vilja skoða hvort betra væri að sameina þessa samninga í einn samning eða fækka þeim í það minnsta. Ísland er einungis með einn slíkan tvíhliða samning við ESB fyrir utan EES-samninginn, nefnilega Schengen-samkomulagið. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir þetta ferli hafa farið af stað eftir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, gekk á fund José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrir nokkru. Stoltenberg hafi þá skýrt Barroso frá starfi norsku nefndarinnar, og í framhaldi af því hafi komist skriður á málin hjá ESB. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins í Brussel er Evrópusambandið enn að skoða hvort hefja eigi endurskoðun af þessu tagi. Ákvörðunar af hálfu ESB er varla að vænta fyrr en á næsta ári, en verði niðurstaðan sú að hefja eigi endurskoðun þá verður það ekki gert án samstarfs allra hlutaðeigandi ríkja og hagsmunaaðila. „Það sem er merkilegt í þessu er að Norðmenn virðast vera að skipta um afstöðu í þessu máli að ákveðnu leyti,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, sem hefur unnið að verkefnum fyrir norsku nefndina. „Við Íslendingar lögðum fyrir nokkrum árum mikla áherslu á að uppfæra EES-samninginn. Það var metnaðarmál hjá Halldóri Ásgrímssyni, en þá lögðust Norðmenn alveg gegn því. Það yrði bara til þess að alveg myndi rakna upp úr EES-samstarfinu, sögðu þeir. Nú hafa þeir snúið við blaðinu og vilja skoða EES-samninginn, en þá vill svo til að Íslendingar hafa kannski engan sérstakan áhuga á því.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira