Hundruð bygginga í miðborg niðurnídd 19. apríl 2011 07:00 rústir einar Baldursgata 32 í Reykjavík er rústir einar eftir mikinn bruna. Ekkert hefur verið aðhafst varðandi endurbætur á húsinu. fréttablaðið/valli Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira
Ítarleg úttekt var gerð á ástandi húsa í miðborginni árið 2008. Þeir eigendur bygginga þar sem endurbóta var krafist skiptu hundruðum, segir Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Húseigendur fengu bréf heim þar sem óskað var eftir því að þeir gengju betur frá húsum sínum, ellegar yrði dagsektum beitt. Engar sektir hafa þó verið sendar út, nú þremur árum síðar, sökum þess ástands sem skall á skömmu eftir úttekt borgarinnar.magnús sædal svavarsson „Við tókum miðborgina fyrst í gegn, því þar er mjög víða pottur brotinn," segir Magnús. „Við fórum kerfisbundið yfir svæðið og sendum út bréf þess efnis að ef menn sinntu ekki málum, gæti verið gripið til þvingunaraðgerða í formi dagsekta. En það hefur enn ekki verið tekið á þeim málum." Magnús segir að dagsektum verði aldrei skellt á fyrirvaralaust, en hafi ekkert verið aðhafst verði hvert og eitt tilvik metið fyrir sig og tillögur um tímafrest lagðar fram fyrir viðkomandi aðila. Eigendur hafi þó andmælarétt. Ef slíku sé beitt verði málið lagt fyrir borgaryfirvöld. Sé úrskurður yfirvalda sá að eigandi þurfi að sinna endurbótum á húsi sínu hafi viðkomandi 30 til 40 daga til að sinna málum.páll hjaltason„Ýmsir tóku sig þó til þegar við sendum út bréfin," segir Magnús. „En það sem þarf að gerast er að við Íslendingar förum að haga okkur eins og siðaðar þjóðir og halda mannvirkjum okkar við. Við verðum að fara að taka okkur á." Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir sífellt verið að vinna í því að bæta ásýnd miðborgarinnar. Það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs að beita dagsektum í því árferði sem nú er í samfélaginu, en verið sé að skoða hinar ýmsu leiðir til þess að bæta ástandið. „Þetta er orðin hálfgerð sorgarsaga," segir Páll. „Þessi hús eru mestmegnis í eigu bankanna eða undir vernd þeirra á einn eða annan hátt." Páll segir þó vissulega tvinnast inn í þetta varanlegri lausnir á skipulagsmálum heldur en einfaldlega að bæta ásýnd einstakra húsa. Samantekt um eignarhald á húsunum liggi fyrir og verið sé að útfæra hvernig sanngjarnast væri að leysa úr vandanum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Sjá meira