Átök á lokafundinum um skólasameiningar 20. apríl 2011 05:00 Umdeildar Sameiningar Foreldrar og fagfólk fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í gær og létu andstöðu sína í ljós. Fréttablaðið/VAlli „Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira
„Ég skil áhyggjur foreldra en það verður að hafa í huga að aðrar þær leiðir sem hægt hefði verið að fara hefðu gengið á starfið með börnum og þjónustustig leikskólanna. Við verðum að forgangsraða í þágu allra nýju leikskólaplássanna, og það gerðum við, en til þess að ná því markmiði verður að fara í nauðsynlegar og skynsamlegar skipulagsbreytingar. “ Þetta sagði Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Fréttablaðið í gær, en þá stóð yfir mikill og langur átakafundur í borgarstjórn þar sem umdeildar tillögur um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar voru til lokaumræðu. Fundi var enn ólokið þegar blaðið fór í prentun, en fastlega má búast við að tillögurnar hafi verið samþykktar, en um þær hafa ríkt miklar deilur allt frá því að starfshópur um samrekstur og sameiningar í skólakerfinu var skipaður í nóvember. Í tillögunum sem borgarráð samþykkti í deginum áður felst meðal annars að grunnskólinn Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð í eina stofnun auk þess sem grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli, Borgaskóli og Engjaskóli og loks Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða sameinaðir um áramót. Þá verður Foldaskóli að safnskóla fyrir unglingabekki úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012. 24 leikskólar verða sameinaðir í 11 í sumar og hafinn verður undirbúningur að sameiningu frístundaheimila og grunnskóla um alla borg. Jafnframt lá fyrir borgarstjórn tillaga um að sameina menntasvið borgarinnar við leikskólasvið og tómstundahluta íþrótta- og tómstundasviðs. Minnihlutinn deildi hart á hugmyndirnar og sakaði Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, meirihlutann um að virða skoðanir starfsfólks og foreldra að vettugi. „Í stað þess að vinna með almenningi, er unnið gegn hagsmunum þeirra og viðhorfum,“ segir Hanna Birna í fréttatilkynningu. „Um leið er ein mikilvægasta og viðkvæmasta þjónusta borgarinnar – þjónustan við börnin – sett i uppnám. Meirihluti sem starfar þannig á ekkert erindi við borgarbúa eða þeirra hagsmuni.“ Oddný sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri að undra að tillögurnar væru umdeildar. „En reynslan sýnir okkur að umdeildar breytingar í skólamálum hafa jafnan sannað gildi sitt. Þetta hefur verið erfitt mál, en það hefði verið mun verri forgangsröðun að lengja biðlistana eða velja flatan niðurskurð, í stað þess að skoða skipulagsbreytingar.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Sjá meira