Frestum 15 metrunum Hildur Sverrisdóttir skrifar 26. apríl 2011 03:30 Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Í borgarkerfinu er víðast hvar verið að leita nýrra leiða við að hagræða í þjónustu við borgarbúa. Hin svokallaða 15 metra regla í sorphirðu er ein slík leið. Þó að hugmyndafræðin sem liggur að baki reglunni sé góð má margt betur fara í hugmyndum um framkvæmd hennar. Þegar ákvörðunin um 15 metra regluna var tekin í umhverfis- og samgönguráði litu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins svo á að um væri að ræða hugmynd sem vert væri að skoða í borgarkerfinu. Okkur þótti það jákvæð þróun að leitað væri leiða til að tryggja að borgarbúar gætu ákveðið sjálfir hvernig þeir notuðu þjónustu borgarinnar. Út frá þeirri hugmyndafræði er hægt að rökstyðja að það sé sanngjarnt að þeir sem valdi auknum kostnaði við sorphirðu umfram aðra hafi val um að annað hvort bregðast við til að lækka kostnað, eða greiða fyrir hann. Ef fara á í slíkar aðgerðir er hins vegar mikilvægt að gæta að jafnræði, sanngirni og góðu samstarfi við borgarbúa. Framkvæmd 15 metra reglunnar hefur verið metnaðarfull að mörgu leyti en því miður hefur ekki tekist að koma í veg fyrir atriði sem valda því að reglan er ekki eins sanngjörn og vonir stóðu til. Ekki er til dæmis sanngjarnt að íbúar í ólíkum stigagöngum sömu blokkar, eða í húsum raðhúsalengja sem eru fjærst lóðarmörkum, standi ekki jafnfætis nágrönnum sínum hvað varðar gjaldheimtu. Þá getur það heldur ekki talist sanngjarnt að íbúar við öskustíga eða í gömlum hverfum þurfi að hlíta reglunni þar sem þeir eiga oft ekki val um færa tunnurnar vegna gróins skipulags. Ef íbúar hafa ekki raunverulegt val um hvernig þeir kjósa að bregðast við 15 metra reglunni getur hún varla talist sanngjörn. Ef regla sem þessi á að standa undir tilgangi sínum verður hún að vera unnin í sátt við borgarbúa og því er mikilvægt að vafaatriði séu túlkuð þeim í hag. Gildistöku 15 metra reglunnar ætti því að fresta þar til búið er að tryggja að framkvæmd hennar sé sanngjörn. Einungis þá er réttlætanlegt að biðja Reykvíkinga um samstarf sem tryggir borgarbúum sanngjarnt val um hvernig þeir nota þjónustu borgarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun