Viðskipti erlent

Kemur seint í kapphlaupið

Japanska tæknifyrirtækið Sony tilkynnti um helgina að það ætlaði að demba sér í slaginn um spjaldtölvurnar og setja tvær slíkar á markað í haust.

Tölvurnar keyra báðar á Android 3,0 (Honeycomb) stýrikerfinu frá Google, geta tengst staðarnetum og styðja bæði þriðju og fjórðu kynslóð farsímatækni. Önnur tölvan er með 5,5 tommu skjá en hin 9,5 tommu skjá. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir sérfræðingum að ekki sé víst að Sony takist að næla sér í stóra sneið af spjaldtölvumarkaðnum þar sem fyrirtækið komi heldur seint til leiks.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×