Viðskipti erlent

Hvetur til meiri olíuframleiðslu

Obama Barack Obama hélt sjónvarpsræðu í gær þar sem hann ítrekaði áform sín um að afnema skattfríðindi olíufyrirtækja.
nordicphotos/AFP
Obama Barack Obama hélt sjónvarpsræðu í gær þar sem hann ítrekaði áform sín um að afnema skattfríðindi olíufyrirtækja. nordicphotos/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Sádi-Arabíu og önnur olíuframleiðsluríki til þess að herða olíuframleiðslu sína vegna þeirrar óvissu og samdráttar í framleiðslu sem orðið hefur vegna Líbíustríðsins og ólgunnar víðar í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum undanfarið.

„Við höfum rætt við helstu olíuframleiðendurna, eins og Sádi-Araba, til að gera þeim grein fyrir að það verði þeim ekki hagstætt ef efnahagslíf okkar verður valt á fótunum vegna hás olíuverðs,“ sagði Obama í sjónvarpsviðtali í gær.

Olíuframleiðsan í Líbíu var einungis tvö prósent heimsframleiðslunnar, þannig að ekki þarf að auka framleiðsluna mikið annars staðar til að vega upp á móti framleiðsluminnkuninni. Þá ítrekaði Obama á þriðjudag áform sín um að afnema skattfríðindi bandarískra olíufyrirtækja, en viðurkenndi jafnframt að varla muni sú ráðstöfun lækka eldsneytisverð til neytenda. - gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×