Innlent

Ekið á gangandi vegfarendur í miðbænum

Keyrt var á stúlku á Laugaveginum í nótt. Ekki liggur fyrir hversu mikið slösuð hún er.
Keyrt var á stúlku á Laugaveginum í nótt. Ekki liggur fyrir hversu mikið slösuð hún er. Mynd/SB
Mikil ölvun var í miðbænum í nótt og stóð lögreglan á haus að sögn varðstjóra. Níu voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur og fangageymslur voru yfirfullar.

Þar af sátu tveir inni fyrir að hafa ekið á gangandi vegfarendur, en þeir voru báðir mjög ölvaðir. Í öðru tilvikinu var keyrt á stúlku á Laugaveginum, en ekki liggur fyrir hvort hún hafi slasast.

Þá ók maður gáleysislega í Bankastrætinu með þeim afleiðingum að hann rakst utan í hóp af fólki og var einn fluttur á slysadeild með áverka á ökkla.

Ökumaðurinn stakk af en var stöðvaður skömmu síðar við Aktu Taktu á Skúlagötu og færður í járn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×