Innlent

Dúxinn með 9,82 í einkunn

Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði 187 nemendur í gær, 18 úr fornmáladeild, 19 úr nýmáladeild, 63 úr eðlisfræðideild og 87 úr náttúrufræðideild. Dúx skólans var Sigriður Lilja Magnúsdóttir með meðaleinkunnina 9,82. Semídúx var Arnar Guðjón Skúlason með einkunnina 9,65.

 

Yngvi Pétursson rektor minnti á að sjaldan áður hefði íslensk þjóð haft meiri þörf fyrir vel menntað, heiðarlegt og bjartsýnt fólk. „Aðeins með góðri menntun erum við fær um að taka vitræna afstöðu og skynsamlegar ákvarðarnir landi og þjóð til heilla.“- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×