Innlent

Já-menn ekki á fund bæjaráðs

Eiríkur S. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Eiríkur S. Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri.  „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins.

 

Fyrirtækið hefði um áraraðir, bæði fyrir og eftir einkavæðingu, notið þjónustu góðs og trausts starfsfólks sem nú yrði fyrir barðinu á þeirri ákvörðun fyrirtækisins að flytja störf á suðvesturhorn landsins. „Bæjarráði þykir miður að fyrirtækið skuli ekki hafa samband við bæjaryfirvöld, áður en ákvörðunin var tekin.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×