Leikmenn með slæmt hugarfar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2011 09:00 "Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. Fréttablaðiið/Anton Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári." Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári."
Olís-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira