Umræða á villigötum Magnús Jóhannsson skrifar 10. maí 2011 07:00 Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun