Umræða á villigötum Magnús Jóhannsson skrifar 10. maí 2011 07:00 Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun