Erlent

Gagnrýnd fyrir afskiptaleysi

FLóttamenn frá Líbíu Leiðin yfir Miðjarðarhafið hefur kostað marga þeirra lífið.nordicphotos/AFP
FLóttamenn frá Líbíu Leiðin yfir Miðjarðarhafið hefur kostað marga þeirra lífið.nordicphotos/AFP
Hundruð flóttamanna á ofhlöðnum bátum frá Líbíu hafa farist í Miðjarðarhafinu á síðustu vikum. Ríkin við sunnanvert Miðjarðarhafið, Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið sæta nú gagnrýni fyrir að sinna ekki þessu fólki í nauð.

„Við fyrstu sýn þarf að líta á hvern einasta bát sem siglir frá Líbíu sem bát sem þarfnast aðstoðar,“ segir Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur Evrópuríki til þess að sinna betur flóttafólkinu frá Líbíu.

Hún segir ekki ganga að bíða eftir neyðarkalli frá flóttafólkinu áður en brugðist sé við. Grípa þurfi inn í strax og athuga hvort hjálpar sé þörf.

Flóttamannastofnunin segir að ekkert sé vitað um afdrif að minnsta kosti 800 manna frá því að flóttamannastraumurinn frá Líbíu hófst hinn 25. mars síðastliðinn. Inni í þessari tölu séu þó ekki þeir 600 flóttamenn sem hugsanlega fórust flestir þegar báti þeirra hvolfdi skammt frá Trípolí á föstudag.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×